Sævar Pétursson bifvélavirki, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Fornbílaklúbbs-Íslands er látinn, en Sævar hét fullu nafni Andrés Kristinn Sævar Pétursson
Sævar lést laugardaginn 11. október síðastliðinn eftir nokkra baráttu við erfið veikindi. Sævar var fæddur 6. júní 1948.
Sævar var mjög virkur félagi í Fornbílaklúbbnum í árafjöld og tók að sé ýmis störf fyrir félagið m.a. í ferðanefnd klúbbsins. Hann var svo formaður klúbbsins á árunum 2003 til 2011.
Sævar naut þess heiðurs á ferli sínum að vera sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða.
Jarðarför Sævars hefur farið fram í kyrrþey, en klúbburinn stefnir á að halda minningarkvöld um Sævar miðvikudaginn 6. nóvember kl 20:00 í félagsheimilinu okkar að Ögurhvarfi 2.
Stjórn Fornbílaklúbbs-Íslands vill senda aðstandendum, vinum og þeim sem þekktu Sævar okkar dýpstu samúðarkveðjur með einstöku þakklæti fyrir störf hans í þágu félagsins.
Blessuð sé minning Sævars.