Ágætu félagar,

Miðað við ákvarðanir stjórnvalda um samkomubann sem tilkynntar voru í dag er ljóst að ekki
verður unnt að halda aðalfund Fornbílaklúbbs Íslands í maí eins og lög gera ráð fyrir.  Stjórnin hefur
því ákveðið að fresta aðalfundi klúbbsins um óákveðinn tíma. Tímamörk vegna
stjórnarframboðs og lagabreytinga frestast í samræmi við fyrrnefnda ákvörðun um aðalfund.

Stjórnin vonast til að hægt verði að halda dagskrá sumarsins að miklu leiti s.s. með kvöldrúnta
og mun þeim verða hagað í samræmi við þær reglur sem gilda um samkomur hverju sinni.

Skoðunardagur í samstarfi við Frumherja verður væntanlega færður fram á sumar og verður
tilkynnt nánar um það síðar.

Akstur á 17. júní verður vonandi hægt að halda en við óttumst að hefðbundin dagskrá muni öll falla niður.

Landsmót verður haldið í Vatnaskógi í byrjun júlí ef samkomureglur leyfa.

Við biðjum þá félaga sem eiga bíla í geymslum að láta vita tímanlega hjá formanni bílageymslunefndar í síma 894-1022 áður en bíll verður sóttur svo hægt sé að stjórna hversu margir eru samankomnir á Esjumel á hverjum tíma.