Kæru félagar.
Fornbílaklúbbur Íslands fagnar nú á fimmtudaginn 19. maí 45 ára afmæli sínu og á þessum tímamótum ætlum við að opna formlega nýtt félagsheimili klúbbsins að Ögurhvarfi 2 Kópavog.
Klúbburinn var stofnaður 19. maí 1977.
Bjóðum við alla félaga sem og aðra sem hafa áhuga á gömlum bílum að líta við og fagna með okkur þessum tímamótum í sögu klúbbsins. Húsið opnar kl 18:00 og verður opið til 23:00.
Heitt á könnunni og nýbakað kruðerí með.