Nei, algengur misskilningur er að viðkomandi þurfi að eiga fornbíl til að ganga í FBÍ. Það er öllumfrjálst að ganga í FBÍ, það eina sem þarf er að hafa áhuga á bílum, sögu eða bara til að styrkja klúbb sem stendur vörð um varðveislu samgöngutækja. Enda eru margir félagar í klúbbnum sem eru ekki með fornbíl en hafa gaman af að fylgjast með okkur.