Nú er komið að rabbkvöldi með myndasýningu og bókarkynningu.
Miðvikudaginn 3. desember verður opið í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi. Þá mætir fyrrum formaður klúbbsins hann Örn Sigurðsson og ætlar að sýna okkur myndir úr nýjustu bók sinni Jeppar í lífi þjóðar og vera með stutta kynningu á bókinni.
Húsið opnar klukkan 20:00 og kynningin hefst klukkan 20:15
Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni, kaka og kaffiveitingar í boði.
Endilega fjölmennum og missum ekki af stórskemmtilegri myndasýningu og kynningu á þessari vönduðu bók ásamt því að eiga gott spjall með félögunum.
Stjórnin