Það verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 15. október. Húsið opnar kl 20:00
Á þessu kvöldi ætla hjónin Atli Vilhjálmsson og Jóhanna S. Rúnarsdóttir að segja okkur sögu af og sýna okkur myndband frá ævintýri þeirra í mótorhjólaferð sem var farin í ágúst 2024 til Ameríku með Eagle Rider á Harley Davidson hjólum, ásamt þeim Magnúsi Páli Halldórssyni og Sigurði Erni Magnússyni.
Ferðin var farin undir heitinu Tripple B eða Blue Ridge Blues and BBQ tour, en hjólað var frá New Orleans til Washington DC á 15 dögum en komið var meðal annars við í Mepmhis, Nashville og Smokey Mountain á þessari leið. Gamlir bílar koma líka við sögu en bílasýning var í gangi í Smokey Montain en það er endalaust mikið til af fallegum og gömlum bílum í Ameríku og margt annað skemmtileg að sjá.
Hefðbundnar kaffiveitingar verða í boði. Ekki missa af þessari stórskemmtilegu ferðasögu.
Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum.
Allt bíla- og vélhjólaáhugafólk velkomið.
Stjórnin