Haust og vetrardagská okkar er nú að hefjast.
Nú er komið haust og veturinn framundan. Formlega höfum við því snúum okkur að dagskrá vetrarinns í félagsheimili okkar eftir fámunablíðu í endaðann september sem lengdi svolítið og óvænt sumardagskrána okkar.
Við byrjum þetta haustið á rabbkvöldi miðvikudaginn 1. október. Það verður heitt á könnunni og kaffiveitingar í boði. Húsið opnar kl. 20:00
Sjáumst hress og gerum okkur glaðan dag þar sem við getum til dæmis rætt verkefni og dagskrá vetrarinns með félögunum í félagsheimili klúbbsins.
Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stjórnin