Miðvikudagskvöldið næstkomandi verður sérstakt Volkswagen kvöld í félagsheimili okkar við Ögurhvarfi 2.  Húsið opnar 20.00.  Inni hjá okkur eru tvær stórglæsilegar bjöllur sem gaman er að skoða.

Valdemar Örn Haraldson ætlar að segja okkur ágrip af sögu VW á Íslandi.

Gaman væri að hitta áhugafólk um VW á íslandi, hvort sem fólk á til bíl í fullri stærð, módel, eða einhvern fróðleik eða dót tengt þessu vörumerki.

Hlökkum til að sjá sem flesta.