Kæru félagar.

 

Nú er komið að Þorrablóti 2020.  Verður það haldið 8. febrúar í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6.

Vandaðar veitingar verða í boði og verði á barnum er stillt í hóf.

Reynir Jónasson mun spila af alkunnri snilld á nikkunna yfir borðhaldi og svo verður hljómsveitin Omotrack með létta danstónlist fram eftir kvöldi.

Veitt verður í merktu staupin að venju.

Húsið opnar kl 19:00 og matur hefst kl 20:00.

 

Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 6.000.- krónur fyrir félaga Fornbílaklúbbsins og gesti þeirra.

Miðapantanir í síma 694-2912 en þar svarar Kristín Sunna Sigurðardóttir.  Takmarkað framboð miða.  Miðasölu lýkur miðvikudaginn 5. febrúar.

Hægt er að greiða miða bæði með greiðslu í banka eða með símgreiðslu (kreditkort).

Bankaupplýsingar:

0135-26-000929

kt 490579-0369

Tilvísun: Þorri

 

Þorrablót matseðill