Í gærkvöldi var okkur boðið í heimsókn til dr. Leður og mættu margir til þess að sjá hvað hægt er að gera við gamalt leður.  Fræddi Óli okkur um leður og hvernig það er unnið og sýndi okkur svo hvernig hægt er að fríska upp gamalt bílsæti en það getur margborgað sig að gera áður en leðrið skemmist varanlega.  Var þetta mjög skemmtilegt og fræðandi kvöld.  Við þökkum dr. Leður kærlega fyrir hlýar móttökur.