Kæru félagar.

Ari Arnórsson hugmyndasmiður hins alíslenska ÍSAR jeppa ætlar að heimsækja okkur í Ögurhvarfið næstkomandi miðvikudagskvöld 11.11.2023 og kynna þessa smíði fyrir okkur, forsöguna og hvernig verkefnið hefur gengið fyrir sig.  Einnig verður hægt að spyrja hann og forvitnast um þetta ævintýralega verkefni í bílasmíði á Íslandi.

Húsið opnar kl.20.00, kynning hefst 20.15.  Kaffiveitingar.