Mættir eru; Atli, Jón Hermann, Kristín, Gunnar, Rúnar, Bjarni.  Ómar og Stefán komu aðeins rúmlega kl. 20.00

 

Nokkrar umræður um dagatal Fornbílaklúbbs Íslands í samstarfi með Jóhanni ”Elvis” Þorsteinssyni.  Hugmyndir um að við fjármögnum/okkar aðstoð við það eða kaup á dagatölum.

Ánægja er með svona dagatal og gerum það í samstarfi við hann, ef hann er spenntur fyrir því.

Stjórn er þessu samþykk, okkur líst vel á að gera þetta með honum og prenta eintök fyrir alla félaga FBÍ.

Heyrum í Jóa hvort hann væri til i þetta.

 

Bjarni var búin að tala við Jón Björn gluggakall varðandi nýja opnanlega innkeyrsluhurð í Ogurhvarf, ekkert að gerast eins og er en Bjarni ýtir á þetta.

 

Pavel í Merkingu er búin að vera í fríi og þar að leiðandi er ekkert búið að gera í skilti utaná, en það fer að nálgast.

 

Gunni sér um að panta gám/kar hjá Íslenska gámafélaginu.

 

Jón Hermann ætlar að hringja í Hróbjart og kanna hvort hann nennir að fara með félaga í gróðursettningarferð í okkar lund í Heiðmörk.

 

Umræður um kvennarúnt, jafnvel austur fyrir fjall, jafnvel í Þorlákshöfn.  Stefán og Ómar sjá um þetta. Kristín Sunna sér um þetta.

 

Atli stingur upp á rúnti upp á Akranes, jafnvel með upphafstað á Sólvangi.  Rúnar talar við Skagamann og kannar með þetta.

 

Njál Gunnlaugsson kemur til okkar á fund á eftir um kl.21.00 til að ræða hugsanlega nýtingu á sal.

 

Stjórn er sammála því að viðburði sem slíkan ber að halda á miðvikudagskvöldum til að nýta okkar húsnæði og opnunarkvöld.

Ef svo er sköffum við veitingar kaffi og sjáum um þrif, en þeir skipuleggja viðburð.

 

Ef menn vilja hafa viðburð sem er sér og á öðru kvöldi skal viðkomandi sjá um veitingar og uppvask.  Gjald fyrir leigu skal vera 20.000kr fyrir kvöldið.

 

 

 

Ómar greinir okkur frá því að yfirdráttur standi í um 5.000.000 í mínus.  Stjórn er því sammála um að halda þessu, ekki fara í að taka veðlán ef við sleppum við það, við fáum talsverðar tekjur næsta vor þegar félagsgjöld koma inn.

 

Nokkurar umræður um Toppstöðina í Elliðaárdal og þreifingar til okkar um þátttöku okkar í þessu.  Við erum því sammála að við tökum ekki þátt í þessu að okkar frumkvæði.

 

Náll Gunnlaugsson er komin á fund til okkar um kynnir fyrir okkur hans hugmyndir um að halda kvöld þar sem fólk með gömul mótorhjól, fá fólk til að koma spjalla og hittast.  Þetta yrði opin kvöld þegar allir koma.

 

Stjórn er hrifin af þessari hugmynd og leggur til við hann að hann haldi þetta á miðvikudagskvöldum, sem sagt okkar kvöldum þá fái hann aðstöðu fyrir sig.

 

Njáll er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er slegið.  Miðvikudagurinn 24.ágúst er líklegur.

Bjarni verður í sambandi við hann með nánari skipulagningu

 

 

 

                                                                       

Fundi slitið kl.21.25 

Fundaritari Gunnar Örn