Mættir eru Ómar, Bjarni, Hafþór, Gunnar, Stefán og Jón Hermann.

Umræður hefjast á spjalli um nýjar skoðunarreglur sem koma frá EES, hvernig þetta kemur til með að hafa áhrif á skoðun fornbíla, formaður hefur óskað eftir fundi með samgönguráðherra.

Ekki hefur fengist enþá fundartími, en það er væntanlegt.  Bjarni formaður mun fara á þennan fund ásamt Guðmundur Citroen áhugamanni og Atli Vilhjálmssyni.

Nokkrar umræður um þetta og hvernig við leysum þetta, en allir eru sammála því að við verðum að mótmæla þessu, eða hið minnsta vita hvernig þetta verður í framtíðinni með notkun og skoðun á fornbílum.

Nú fer að nálgast afhendingartími á Ögurhvarfi, okkar nýja félgsheimili, það er okkar ósk að Egil Matthíasson leiði innréttingar í nýju félagsheimili.  Vonandi er hann til i þetta.  Egill fær með sér þá sem hann vill í þetta. 

Ómar gjaldkeri kynnir fyrir okkur ársreikning fyrir 2021, hver stjórnarliði fær eintak og tekur með sér, samþykki stjórnar á ársreikningi kemur síðar þegar nær dregur aðalfundi. 

Upp kom hugmynd um að fá einhvern færan til að rita bók um sögu FBI, allir taka vel í þetta, Bjarni formaður ætlar að nefna þetta við einn mann sem við öll þekkjum

 

                                                                                    Fundi slitið kl.21.10

                                                                                    Fundaritari Gunnar Örn