Mættir eru Gunnar, Ómar, Bjarni, Kristín, Rúnar, Stefán og Jón Hermann.

 

Fréttir af umræðum um dagatal við Jóhann Elvis, A4 dagatal, 14 síður og kostnaður er líklega rúm miljón.

Við þurfum klárlega að athuga með styrki/auglýsingar í þetta ef svona á að vera gerlegt. 

 

Finna þarf fólk í kjörnefnd, Gunnar Sigurjónsson býður sig ekki fram aftur.  Rúnar leggur til að ræða við Bjarna Ben í Víkurvögnum, Rúnar talar við hann, eftir fund kom í ljós að hann var áhugasamur um að gera þetta, en treystir sér ekki í að vera formaður nefndar, en er klárlega tilbúinn í að vera í nefndini.

 

Tímasettning fyrir aðalfund verður eftir seinni hluta maí 2023.  24.maí er líklegur dagur.

 

Umræður um lokaopnun á Esjumelum, hvenær á hún að vera.

 

Smíða opnunarplan í Ögurhvarfi á miðvikudagskvöldum í vetur.  Gunnar sér um það.

 

Athuga með dimmer á ljósum í lofti í Ögurhvarfi, Gunni skoðar það.

 

Jón Björn er með hurð í fullri vinnslu og uppsettning er fljótlega, vonandi á þessu ári.

 

Umræður um opnanir á efri glugga á norðurhlið.  Spruning um hvort strákar sem setja upp hurð geti sett upp þetta fyrir okkur í leiðinni.

 

Steini smiður ætlar að smíða svið fyrir okkur og koma Shell dælu upp fyrir okkur og kaupa bókahillur.  Georg T. ætlar að hjálpa Steina við það.

 

Skipta um bíl inní sal.  Stefán og Gunni eru með það.

 

Breyting frá síðustu fundagerð, við leigjum sal á 25.000kr á kvöldið.

 

Varahlutadagur verður næstkomandi laugardag 8.10.2022 á Esjumelum.  Panta pylsuvagn á staðinn.  11.00-15.00

Frímokstur út úr varahlutalager fyrir félaga.

 

Oktoberfest viljum við halda 29.október.  Búa til viðburð og hafa skráningu.  Gunnar talar um bakara með Pretzel.

 

Bjarni smíðaði númer um helgina, nýlunda er að þetta er lazerskorið að þessu sinni, sem er byllting.

 

Stjórn ræðir endurskoðun á ýmsu á Esjumelum.

-Ákveðið er að hækka gjald í stæði á Esjumelum frá og með áramótum 2022-2023 um 20%

-Skerpum á reglum um hvaða bílar passi í fólksbílastæði á Esjumelum.

-Stjórn er sammála því að ef reglum geymslunefndar er fylgt sé ekki hægt að neita eiganda bíls um geymslu á Esjumelum sér pláss nægjanlegt.

 

Ómar tekur upp umræðu um hvort megi skrá lögaðilla sem félaga í klúbbnum.

 

Skoða að hækka smíði númera, nú kostar settð 20.000 og 30.000, félagar og ekki félagar.  Síðast var gjaldið endurskoðað í mars 2020.  Stjórn samþykkir að hækka núna

númerasmíði í 22.000 og 35.000kr.  Stjórn er þessu sammála.  Þetta tekur gildi um áramót.

 

Jón Hermann og Bjarni taka slökkvitæki og fara með þau í skoðun og fá á þau límmiða, bæði frá Esjumelum og Ögurhvarf.

 

                                                                       

Fundaritari Gunnar Örn  fundi slitið 22.40