Stjórnarfundur 11.10.2021
Mættir Ómar, Egill, Stefán, Hafþór, Bjarni, Jón Hermann og Gunnar.
Umræðuefni fundar kaupa á húsnæði í Ögurhvarfi 2.
Eins og sagði í fyrri fundagerð þá er stjórn þessu samhljóða sammála að kaupa þetta hús fyrir 80.miljónir.
Ómar skýrir okkur frá því að meiripartur af fé klúbbsinns sé á bundnum reikningi sem losnar ekki fyrr en 7.11.2021.
Og til að brúa það bil ef kaupsamningur fer fram fyrr þá þarf að taka yfirdrátt í stuttan tíma til að brúa þessa daga.
Allir eru sammála því.
Fundarmenn eru sammála því að reyna eins og hægt er að nýta þetta nýja húsnæði sem aðstöðu fyrir ökutækjafélög sem eru minni og hafa ekki ráð á að eiga sín eigin hús.
Þeir gætu þá nýtt þetta húsnæði einhver kvöld ef áhugi er fyrir því.
Félagsfundur til að óska eftir leyfir félagsmanna til kaupa á þessu húsnæði verður haldin 18.10.2021 kl.20.00 í Digraneskirkju. Hafþór sér um veitingar, nasl fyrir fund í vagni fyrir utan frá kl.19.00
Leigusamningur við Sýn hf. um leigu á plássi fyrir senda á Esjumelum er að renna út.
Þeir greiddu að meðaltali 800.000kr á ári í leigu.
þeir hafa óskað eftir eftir framlengingu til 10 ára.
Stjórn samþykkir þetta.
Nokkrar umræður um síðustu opnunardaga á Esjumelum, reynum eftir framsta megni að drífa inn rest svo hægt sé að loka fyrir veturinn.
Síðast opnunardagur er 28.10.2021.
Fundi slitið 21.15