Stjórnarfundur 10.5.2021
Mættir eru Gunnar, Ómar, Stefán, Bjarni, Björn, Sigurður, Guðný og Hafþór Kristín er með okkur í síma.
Gestur á fundi er formaður kjörnefndar, Gunnar Sigurjónsson.
Umræðuefni þessa fundar er að mestu leiti komandi aðalfundur 31.5.2021
Skoðunardagur hefur verið ákveðin 24.maí 2021.
-17.júní verður í Árbæjarsafni að vanda.
-4.júni verður okkur boðið í grill og huggulegheit hjá Orku ehf. á Stórhöfða.
-Bílamessa á uppstigningadag að vanda.
-27.júní verður val fyrir félaga að mæta í Garðakirkju í kaffi og kökur.
Bjarni færir núverandi stjórn þakkir, þar sem þetta er síðasti stjórnarfundur þessarar stjórnar fyrir komandi aðalfund.
Ómar talaði við fasteignasala í dag vegna Hlíðasmára og segir að það sé smávægileg töf á kaupsamningi vegna tæknilegra mála hjá kaupanda.
Aðalfundur verður eins og aður sagði 31.maí kl.20.00 í Digraneskirkju. Húsið opnar 19.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Planið er að vera með fundarstjóra og ritara frá JC á Íslandi eins og áður.
Ómar reiknar með að fara lauslega yfir ársreiknga 2019 og 2020.
Ómar fer yfir ársreikning 2020 með stjórn og útskýrir ýmsa liði.
Stjórn samþykkir ársreikning.
Formaður kjörnefndar tekur til máls.
Framboðsfrestur rennur út 10.maí, sem er í dag, tæknilega til miðnættis.
Þeir sem hafa boðið sig fram eru eftirfarandi;
Til formanns-Bjarni Þorgilsson, Rúnar Sigurjónsson
Til stjórnar í 1 ár-Jón Hermann Sigurjónsson, Sigurður Gunnar Andrésson, Kristín Sunna Sigurðardóttir, Rúnar Sigurjónsson,
Hafþór Rúnar Sigurðsson
Til stjórnar í 2 ár-Hafþór Rúnar Sigurðsson, Rúnar Sigurjónsson, Ómar Kristjánsson, Kristín Sunna Sigurðardóttir, Gunnar Örn Hjartarson, Stefán Halldórsson
Til varastjórnar í 2 ár- Atli Vilhjálmsson, Egill Matthíasson, Hafþór Rúnar Sigurðsson, Jón Hermann Sigurjónsson,
Kristín Sunnar Sigurðardóttir, Rúnar Sigurjónsson.
Umræður um útfærslu á kjöri, með hvaða hætti það verði framkvæmt.
Kosið verður um hvern kafla fyrir sig, hvert embætti í einu og kjörseðlar prentaðir jafn óðum ef frambjóðandi hlýtur kjör í fyrri kosninu. Stjórn er þessu samhljóða samþykk.
Gjaldkeri mum leggja til að árgjald yrði 6500kr óbreytt og að niður falli niður hálft gjald fyrir maka.
Stjórn er því sammála að hafa mögulega veitingar fyrir fund kl.19.00 fyrir utan kirkju, formaður skoðar þetta.
Fundi slitið kl.21.20