Fundagerð nr.20 FBÍ  15.3.2021

 

Mættir eru Bjarni, Gunnar, Ómar, Sigurður, Stefán, Guðný.

 

Stuttar umræður um opnun á geymslum á Esjumel, hún mun verða 18.mars, nokkuð fyrr en venjulega.  En mikill áhugi er fyrir því hjá félögum.

Kortafyrirtæki fara fljótlega að hætta því að leyfa okkur að vera með kortagreiðslur fyrir mánaðalega leigu á Esjumelum. 

Munum við því hætta því að gera þetta á korti.  Fljótlega verður innheimta fyrir stæði eingöngu gerð með kröfu í heimabanka, ekki verður lengur boðið upp á að fá sendan greiðsluseðil í pósti.

Borist hefur kauptilboð í fasteign okkar í Hlíðasmára 9 að upphæð 75.000.000kr.  Móttilboð var sent frá okkur var 78.500.000 og var því tekið.

Fasteignasalan Staður á Selfossi er með þetta tilboð.  Umræður stjórnar um þetta fara fram. 

Guðný bendir á það að hún sjái ekki tilgangin í því að hægt sé að aka inn bíl.

Stefán bendir á það að okkar hugmyndir með þessum framkvæmdum er að koma félagsstarfssemi á jarðhæð.  Og einnig að hægt sé að nálgast bílastæði og vera nær þeim bílum sem félagsmenn koma akandi á. 

Bjarni leggur ríka áherslu á það sama og fram hefur komið að við verðum að vera á jarðhæð.

Greidd eru atkvæði um það hvort að selja Hlíðasmára og eru allir mættir fundarmenn sammála um að selja, þar að segja bera það undir félagsfund/aðalfund.

 

Nokkrar umræður um framtíðarhúsnæði en ekkert er í hendi með það, og sjá verður til hvort það takist fyrir komandi fund.

 

Umræður um hvenær halda þarf fund.  Fundur verður haldin miðvikudaginn 7.apríl í Digraneskirkju kl.19.00.

 

                        Ekki voru fleiri mál rædd.  Fundi slitið  20.42