Stjórnarfundur 17.

5.10.2020  Mættir eru, Bjarni, Gunnar, Kristín,Sigurður, Guðný, Björn, Ómar, Stefán og Hafþór.

Bjarni hefur fundinn og talar um að við þurfum klárlega að fresta aðalfundi aftur, frá 21.október og til 18.nóvember til að byrja með.  Við reynum þá að halda því, en verðum bara að fresta aftur.

Allir eru sammála því að við byrjum á þessu.

Búið er að semja við Digraneskrikju um að nota hana sem sal fyrir fundinn, þar ætti að vera nægjanlegt pláss fyrir 150 manns með góðu bili á milli manna.

Ómar verður tilbúinn með ársreikning og verður birtur fljótlega á heimasíðu.

Bjarni er búinn að tala við JCI varðandi fundarstjórn á aðalfundu, þau verða tilbúin þegar kallið kemur.

Framboð eru komin á heimasíðu til stjórnar fyrir aðafund, það eru Jón Hermann Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson, Sigurður Andrésson, Hafþór Sigurðsson og Kristín Sunna Sigurðardóttir.

Bjarni óskar eftir heimild stjórnar til að færa vistun myndavélaupplýsinga frá Esjumelum og út úr húsi, ef eitthvað gerist.

Bjarni stingur upp á heiðursverðlaun skuli veita á aðafundi komandi, og stingur upp á XX, XX, XX og XX.  Gunnar athugar með verðlaun hjá Rúnari í Margt Smátt.

Umræður um fréttir á heimasíðu, Gunnar stingur upp á að við skiptum með okkur að setja skemmtifréttir inn á heimasíðu.  Ekki rífandi undirtektir með þetta.  Gunnar tekur að sér að gera fyrstu frétt.

Við ætlum að forvitnast um hvað það eru margir félagar að nýta sér afslátt hjá Frumherja, Bjarni sendir Hrafnhildi póst og kannar málið.

Bjarni sýnir okkur biðlista í geymslur á Esjumela, og nokkurar umræður um það.

Bjarni rennir yfir skýrslu formanns sem hann mun flytja á aðalfundi.

Gunnar stingur upp á því að skipuleggja sýningu í vor, hraustlega stóra, en með Covid skipulagi, þar að segja ef við erum enþá í þessu eymdarveseni.

 

                        Fundi slitið 21.28