Stjórnarfundur FBÍ

7.9.2020 haldin á Esjumelum

Mættir eru Bjarni, Stefán, Hafþór, Björn, Gunnar, Guðný, Sigurður, Kristín og Ómar.

 

Bjarni kynnir fyrir stjórn framkvæmdir sem unnar hafa verið undanfarið á Esjumelum.

Fyrsta opnun eftir Covid verður á næsta miðvikudagskvöld 9.9.2020, þá verður vöflubakstur.

Allir eru sammála að vera á hálfsmánaða fresti eins og síðasta vetur.  Reynum að hafa eitthvað skemmtilegt á þessum kvöldum.

Ritari setur upp mætingarplan fyrir uppáhellingu.

Ekki er hægt að vera með mætingarverðlaun fyrir þetta sumar vegna truflana vegna Covid.  Spurning um að halda jólakaffi frekar.

Stefán sér um að bóka menn á vakt á Esjumel. 

Ómar sér um að setja upp nýja samninga fyrir stæði á Esjumel.

Bjarni heldur utan um biðlista og ætlar að birta nýjan lista næstkonandi miðvikudagskvöld.

Allir eru sammála því að menn detta út af biðlista eftir stæðum ef þeir eru ekki greiðandi félagsmenn, þrátt fyrir að menn hafi verið félagar þegar þeir skráðu sig á lista.

Á biðlista eru 46 í dag.

Umræður er um hvort menn sem eru á biðlista fái úthlutað tvö stæði í einu.  Ekki kom lausn á því.

Bjarni kynnir fyrir okkur útskrift frá OR um hvernig hefur gengið að spara heitt vatn.  Eftir að farið var í það síðasta haust að stilla ofna hefur notkun farið niður um c.a.40%.  Bjarni tekur að sér aftur að passa upp á að stilla ofna í haust til að passa þetta vel.

Einnig þarf klárlega að passa að gera hús músheld og vindheld eins og hægt er.

Umræður um um komandi ferð næstkomandi laugardag.  Jónas hjá Samgöngusafninu í Stóragerði hefur sent in formlega ósk um að fá klúbbinn til þess að smíða Steðjanúmer til  að skreyta vegg.  Stjórn ályktar að Stóragerði þarf fyrst að fá leyfi frá Samgöngustofu til þessa gjörnings.  Ef slíkt leyfi fæst þá mun klúbburinn klárlega gera vel við Safnið og vera mjög sanngjarnt í kostnaði vegna þessa

Umræður um rútuferð á næst laugardag í Stóragerði.  Hafþór hefur hér með verið skipaður sem fararstjóri þessarar ferðar og mun hann sjá um mögulega rútuferð.

Umræður um hvort við ætum að vera með smá gulrót fyrir þá félaga sem koma í þessa ferð.  Við reynum að vinna í safna nokkrum vinningum í pott.  Hvetja menn til að koma með félagsskírteini sem verða síðan sett í pott.

Ritari sér um samlokur fyrir næsta laugardag.

Setja upp event á facebook.  Ritari sér um það.  Hvetja til mætingu.

Umræður um aðalfund.  Hvenær skal hafa hann og hvenær skal auglýsa hann.  Stjórn hefur áhveðið að hafa aðalfund 21.október kl.20.00 sem er miðvikudagskvöld í Hlídasmára.

Sala á Hlidasmára gengur rólega, en þó hafa tveir skoðað. 

Upp kemur tillaga um að múra upp á nýtt gólf í húsi 1 á Esjumelum, þá þarf að járnabinda það aftur og rétta af gólfið.  Þetta væri virkileg bylting ef þetta væri gert.  Stjórn fer yfir og skoðar gólfið.

Bjarni kynnir fyrir okkur tilboð frá GM Múr sem getur framkvæmt þetta fyrir okkur. Tilboðið hljóðar upp á 35% afslátt af steypu frá Steypustöð.  Steypan er 560.000kr. Járnagrind kostar sennilega 250.000 í viðbót við þetta.  Heildar upphæð er um það bil 1.300.000-1.500.000kr í heild.

Stjórn gengur til atkvæða um hvort við gerum þetta núna eða í vor.

Stjórn er sammála því að ráðast í þetta, en framhvæma það í vor, við erum sennilega að verða heldur sein að þessu þar sem bílar fara að týnast inn núna eftir sumarið.

 

                                    Fundi slitið kl.21.49