Stjórnarfundur FBÍ 10.8.2020

 

Mættir eru Bjarni, Sigurður, Ómar, Stefán, Björn, Hafþór

Bjarni tjáir sig um að hann telji að ekki sé gjæfulegt að halda starfi áfram nú þegar Covid hefur tekið sig upp aftur.  Allir rúntar enda á þeim stöðum þar sem samneyti að er náið.  Stjórn er því samþykk að ferðum og hittingum sé frestað út ágúst. 

Stefán segir okkur að Sr.Jóna Hrönn prestur á Garðaholti sé að halda einhverskonar eldriborgaramessu þar.  Stjórn er á því að FBÍ taki ekki þátt í þessu, því miður.

Stjórn er sammála því að þetta er ömurlegt ástand og alls ekki til að bæta anda félagsmanna, en því miður er ástandið þannig í dag að þetta er nauðsynlegt.

Bjarni setur tilkynningu um þetta á heimasíðu, hann les fyrir okkur fréttatilkynningu og lýst fundi vel á það.

Tillaga um tiltektardag á Esjumelum, á laugardaginn næsta 15.ágúst.  Mæta þeir sem koma.

Umræður um pláss á Esjumelum og hvernig sé hægt að nýta þetta betur.

Bjarni segir okkur frá því að Sveitastjóri rangárþings ytra sendi okkur erindi um að hugsanlega halda Landsmót 2021 á Gaddstaðaflötum.  Stjórn lýst vel á þessa hugmynd.

Ómar segir okkur frá því að ökuskólinn vilji fá Hlídasmára leigðan næstu fjórar vikurnar til 3.september.  Skólinn myndi þá sjá um þrif.  Stjórn er sammála um að þetta sé í lagi.  Gjaldið fyrir kvöldið er 18.000kr.

                                                                                                Fundi slitið kl.21.08