Stjórnarfundur 14. 2.6.2020

Mætt eru Guðný, Hafþór, Sigurður, Stefán, Ómar, Gunnar og Bjarni.

 

Bjarni talar um lélega mætingu og að við þurfum að fara í að skipta um húsnæði eigi síðar en strax.

Ómar leggur til að við auglýsum Hlídasmára strax. 

Stefán er búin að fá fasteignasala til að meta Hlídasmára og sá segir að hann treysti sér til að auglýsa húsið á 87 og selja á um það bil 80 miljónir.

Guðný ítrekar að það þurfi að setja fyrst tilkynningu til félagsmanna um auglýsingu svo þeir viti stöðu mála.

Klárlega verður tilboð ef það berst borið undir félagsfund.

Ómar og Bjarni ætla að semja frétt til félagsmanna.

Allir mættir eru sammála um að gera þetta, þar að segja auglýsa Hlídasmára til sölu.

Viðgerð á rennum er lokið á Esjumelum, Steini smiður og Kalli blikkari eru búnir að smíða og setja upp og græja þetta allt saman. 

Næsta mál er málning á húsum að utan.  Málning kostar um 200.000kr og svo er vinna eftir.

Keypt var slanga og vagn til að þrífa allt þarna uppfrá, sem bæði dugar til að þrífa að utan og innan.  Þetta kostaði um 90.000kr.

Stefnan er að því að tæma hús 1 og þrífa það að innan og laga til.

Endurnýjuð voru öll útiljós og fótósellur sem go neyðarlýsing sem og tenging á loftpressu.

Ómar leggur til að greitt verði áfram smíði á númeraplötum sem og áður, Bjarni hefur verið að gera þetta eftir að Kjartan sagði sínu starfi lausu.

Búið er að gera við málningarvél fyrir númer og hún virkar núna á venjulegum tengli.

Aðalfundur verður sennilega haldin í lok júlí, byrjun ágúst, best væri að við værum með tilboð í Hlídasmára á sama tíma.

Maggi Hotrod vill endilega fá okkur í heimsókn, Siggi ætlar að skoða með tilboð í mat fyrir okkur á sama tíma. 

Allir eru sammála því að nokkrir félagsmenn fái heiðursviðurkenningu á næsta aðalfundi  Ómar veltir því fyrir sér að búa til Gullmerki fornbílaklúbbs íslands.  Þetta mætti búa til að veita þeim félögum þessi merki.

Tekin verður út hnappur fyrir félagasvæði á heimasíðu.

Esjumelar; Bjarni óskar eftir leyfi til að taka niður handlaug á WC og endurnýja það, þetta er samþykkt.  Jafnframt má húða salernisgólf.

Eins og staðan er núna er reiknað með því að vera með 17.júní hitting í Hafnarfirði.  Og enda síðan í Árbæjarsafni.

Ræða þarf það á næsta aðalfundi hvort það megi láta kranabílinn fara, gefa, selja eða hvað á að gera við hann.

Ómar ræðir um félagsgjöld maka.  Innan við 10 konur/makar eru í þessu kerfi.  Hann leggur til að við hættum þessu hálfa gjaldi, þetta flækir innheimtu félagsgjalda gríðarlega.  Jafnframt leggur hann til að ekki sé leyfirlegt að vera með stæði skráð á Fyrirtæki.

Rocabilly dagur er í Árbæjarsafni 26.júlí.  Við tökum þátt í því.

Húsdýragarður er planaður, Hafþór sér um það.

Gunnar og Sr.Gunnar sjá um viðburð á Facebook varðandi landsmót sem fyrst.

Senda dagskrá Esjumela á hópin.

Bjarni leggur til að keypt verði ný tölva fyrir gjaldkera/innheimtu félagsgjalda.  Þetta er sammþykkt af stjórn.  Björgvin sem gerði fyrir okkur heimasíðu ætlar að sjá um að endurnýja tölvumál og koma þessu í skýið.

Ómar kynnir fyrir okkur ársreikning 2019, stjórn samþykkir reikning.

Hafþór tekur að sér að kanna með betra verð á netþjónustu og öryggiskerfi.

Skilum núverandi posa og kaupum mypos posa sem klúbburinn á.

 

Fundi slitið kl.21.54