Stjórnarfundur FBÍ 6.4.2020  kl.20.00

Mættir eru Bjarni, Stefán, Sigurður, Ómar, Gunnar, Guðný, Kristín og Björn.

 

-Ómar segir okkur frá því að rúmlega 1100 félagar séu skráðir í félagatal.  Ógreidd árgjöld í dag eru rúmlega 70 hausar.

-Bjarni talar um að óábyrgt sé að halda aðalfund í maí komandi vegna Covid-19 faraldurs.  Fundarmenn eru sammála um það að við verðum að fresta þessum fundi fram á sumar eða allavega þegar það verður ljós hvenær samkomubanni verður aflétt.  Við látum þetta ráðast eftir hvað yfirvöld segja.

-Bjarni talar um að við verðum að muna að gera tillögu að lagabreytingum til dæmis að varamaður í stjórn hefur ekki vald þegar hann tekur sæti fjarverandi stjórnarmanns.  Fleiri dæmi eru um þetta, við verðum að setjast yfir þetta og gera tillögur frá okkur og leggja þær fyrir aðalfund. 

-Klárt mál er að ef samkomubann verði fram á sumar þá leggjast margir viðburðir af hjá okkur.

-Misstök urðu varðandi innheimtu árgjalda að út fór innheimtubréf fór óvart út, sem átti klárlega ekki að gerast.  SMS var sent út til að biðjast afsökunar á því, enda átti þetta ekki að gerast.  Örfáir voru hálffúlir og hringdu en það náðist að sætta flesta, 2-3 hættu vegna þessa.

-Kjartan Friðgeirsson er hættur að smíða númer fyrir okkur, hann er búin að gera þetta í 10ár  Málningarvél, eða sú vél sem strýkur af númeraplötum þegar búið er að mála var sótt af Bjarna og Gunnari á laugardaginn síðasta og hún flutt á Esjumela.  Stefnan er tekin það að númerasmíði væri frá A-Ö þarna upp frá.  Rúnar S. Og Bjarni smíðuðu 4 sett í síðustu viku og gekk það vel.  Spurning hver tekur þetta að sér.

-Umræður um greiðsluseðla og einhverja vandræðagemsa og hvernig á að tækla það.  Allir skulu frá greiðslukröfur, ekki eru sendir greiðsluseðlar og ógreid leiga er sent í Motus.  Þetta er án undantekninga.

-Bifreiðaklúbbur Akureyrar, Bílaklúbbur Selfoss, Bifreiðafélagið í Borgarnesi ef að hafa sama gjald af númerasmíði núna og félagar FBÍ.  Umræður um hvort þetta eigi að halda áfram með sama hætti. 

-Gunnar tekur að sé að taka upp umræðu við ofantalda þrjá klúbba um hvort eða með hvaða hætti við getum bætt í þetta samstarf og lagað til, sérstaklega með tilliti til þeirra hluta af samkomulagi sem gert var 2012.

-Gunnar tekur að sér að vera með blýbæti upp í Hydroscand.

 

                                                            Fundi slitið kl.21.16