Stjórnarfundur 12       2.3.2020

Mættir eru ; Bjarni, Ómar, Gunnar, Björn, Stefán, Sigurður, Kristín, Guðný, Hafþór.

Fundur hefst 20.15

 

Hrafnhildur hjá Frumherja hefur ákveðið að treysta gullfélögum FBÍ um þeirra skoðun á fjölskyldubílum, við þurfum því ekki að gera neitt að svo stöddu.

Twitter aðgangi FBÍ hefur verið lokað.

Hækkun á steðjanúmerum eru í vinnslu.  Ekki verður boðið upp á greiða með korti.

Kalli í Blikksmiðjum gaf klúbbnum niðurklippingu á blikki í númeraplötur.

Ritari sér um að útbúa punta um fundi sem eru netvænir til byrtingar á netinu.

Bjarni ítrekaði það við Ferguson félagið að húsinu lokar 22.30 og þeir þurfa að þrífa vel eftir sig og ganga vel frá. 

Bjarni stingur upp á því að við höldum skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn.  22.apríl er stungið upp á , Bjarni setur inn frétt á heimasíðu og kannar með hug félaga.  Sjáum hvernig undirtektir verða, frítt fyrir félaga.

Gunnar kynnir fyrir stjórn uppkast af skipulagi rúnta fyrir sumarið og niðurskiptingu rúnta fyrir sumarið.  Gunnar setur í gang þráð inn á facebook sem er lifandi og stjórnarmenn tjá sig um þetta þar.

Húsnæðiskaup, Ómar er búin að útbúa tilboð okkar með fyrirvara um að við hefðum 45 daga til að selja Hliðasmára 9 ef félagsfundur samþykkti þetta tilboð okkar.  Eigandi nýrrar eignar hefur frest til 8.mars til að samþykkja tilboð okkar.  Fyrirvarar um fjármögnun, sölu á Hlidasmára og sölu rekstrar eiganda í húsnæði sem við viljum kaupa.

Ómar kannar hug stjórnar til að láta fasteignasala kanna hug til mögulegrar sölu án auglýsingar.  Við höfum fengið verðmat upp á 84.000.000kr.  Stjórn samþykkir samhljóða að heimila Ómari, Hafþóri, og þeim úr þeim sem þekkja fasteignasala sem þeir treysta,  að hafa samband við fasteignasala og kanna möguleika á sölu á Hlídasmára.  Ekki skal setja meira en þrjá fasteignasala í málið, ásett verð skal vera 88.500.000kr. 

Siggi ætlar að kanna hvort hann geti mokað smá frá hurðum á Esjumelum. 

                                                                       

                                                                                    Fundi slitið 21.05