Stjórnarfundur mánudaginn 24.2.2020.  K. 17.15

Mættir, Björn, Ómar, Bjarni, Guðný, Stefán, Gunnar Kristín og Sigurður.

 

Fundur þessi er stuttfundur og keyrt er á milli nokkura fasteigna til að skoða fyrir FBÍ, með það fyrir augum að kaupa til nota sem félagsheimili.

Skoðuð voru þrjú möguleg húsnæði, tvö í Lindum í Kópavogi og eitt á Smiðjuvegi.

Stjórn list best á annað húsnæðið í Lindum, með tilliti til ástands þess.

Stjórn heimilar gjaldkera að kanna hugsanlegt kaupverð á þessari eign með kauptilboð í huga.

Kauptilboð yrði klárlega ekki gert nema með fyrirvara um samþykki félagsfundar.

Stjórn er þessu samhljóða samþykk, annar varamaður stjórnar er þessu mótfallinn.

 

Fundi slitið kl.18.10                   ritari Gunnar örn