Aðalfundargerð 2023 Fornbílaklúbbur Íslands
haldinn miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00
í félagsheimili klúbbsins Ögurhvarfi 2 Kópavogi.

1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
Bjarni Þorgilsson setti fundinn kl. 20:04 og bauð fundarmenn velkomna. Hann lagði til að
Árni Árnason frá JCI yrði fundarstjóri og Ríkey Jóna Eiríksdóttir einnig frá JCI yrði
fundarritari, var það samþykkt. Árni tók við fundinum og greindi fundarmönnum frá því
að þau Ríkey eru ekki félagsmenn og eiga því engra hagsmuna að gæta um niðurstöðu
fundarins þær eru hér aðeins kominn til að gæta þess að fundurinn fari fram samkvæmt
fyrirfram boðaðri dagskrá og almennum reglum um fundarsköp. Fundarstjóri óskaði eftir
athugasemdum við boðun fundarins sem fór fram í gegnum heimasíðu félagsins og sms
sendingar til félagsmanna, engar athugasemdir voru gerðar og því löglega til fundarinns
boðað.

2. Skýrsla stjórnar og nefnda
Bjarni formaður flutti skýrslu stjórnar sjá fskj. 2.1. Hann fór yfir það helsta sem gerðist á
liðnu ári og hvatti félagsmenn til þess að taka virkan þátt í starfinu til þess að halda því
gangandi. Þakkaði stjórn fyrir gott starf.

3. Ársreikningur 2022 lagður fram og borinn upp til samþykktar
Bjarni formaður lagði fram ársreikningur 2022 sjá fskj. 3.1 í fjarveru Ómars gjaldkera.
Reikningar eru áritaðir af stjórn og skoðunarmönnum félagsins. Hann fór yfir helstu
niðurstöður reikningsins, niðurstaða rekstrarreiknings er jákvæð um 7.023.880.- Eftir
stuttar umræður lagði fundarstjóri reikninga félagsins undir fundinn til samþykktar,
samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

4. Lagabreytingar, umræður og kosningar
Bjarni formaður fór yfir tillögur að lagabreytingum, sjá fskj 4.1., sem lagðar eru fram af
stjórn og voru birt á heimasíðu félagsins.
Rúnar Sigurjónsson ræddi um ábendingar og áhyggjur sem hafa komið fram frá
félagsmönnum vegna fyrirhugaðar lagabreytingar og tók þær saman sjá fskj 4.2. Hann
ræddi um breytingar sem eru í kafla 4., ef stytt verður kjörtímabil formanns til eins ár þá
myndi það hafa slæm áhrif á starfið. Lögin munu stangast á og því ekki hægt að breyta 4
kaflanum. Einnig ræddi hann áhyggjur sínar á því að samþykkja grein 15 og 16 um slit
félagsins.
Rúnar Sigurjónsson lagði fram frávísunartillögu sjá fskj 4.2: Lagt er til að fundurinn
samþykki að vísa fyrirhuguðum breytingum á lögunum og vísa því til stjórnar að setja
saman nefnd um endurskoðun á lögum félagsins og leggja þær breytinnar fram á
aðalfundi félagsins árið 2024. Þó er lagt til að gera þá sjálfsögðu breytingu á 1.gr laganna
þar sem fjallað er um heimili og varnarþing félagsins.
Jón Loftsson fór yfir þekkingu sína um lög og rekstur félagsins. Hann telur að boðaður
fundur yrði ólöglegur ef lagabreytingarnar verði samþykkur. Jón lagði fram tillögu sem
gengur styttra en tillaga Rúnars, lagði hann til að færa liðin um lagabreytingar til í
dagskrá fundarins og taka hann fyrir liðinn Önnur mál, sjá fskj 4.3.
Frávísunartillaga Rúnars gengur lengra heldur en tillaga Jóns og því er hún tekin fyrir
fyrst. Samþykkt með meiri hluta atkvæða.
Lagt til að breyta heimilisfanginu í lögunum. Samþykkt samhljóða.

5. Stjórnarkjör
Þorgeir Kjartansson formaður kjörnefndar kynnti framboð til stjórnar sá um framkvæmd
kosninga ásamt öðrum meðlimum kjörnefndar. Í framboðum til embætta eru:
a) Formanns til tveggja ára
Rúnar Sigurjónsson var í framboði til formanns
b) Þriggja stjórnarmanna til tveggja ára
Bjarni Benediktsson, Einar J. Gíslason og Jóhann Örn Ingimundarson
c) Stjórnarmanns til eins árs
Karl Hákon Karlsson
d) Tveggja varamanna til eins árs
Ólafur Hjálmarsson og Stefán Örn Stefánsson
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
Í framboði voru Ingibergur Sigurðsson og Gunnar Bergþór Pálsson. Sem vara
skoðunarmaður: Steini Þorvaldsson. Voru þeir allir kjörnir samhljóða.

7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
Þorgeir Kjartansson kynnti úrslit kosninganna. Voru niðurstöður kosninganna sem hér
segir Rúnar Sigurjónsson 69 atkvæði, Bjarni Benediktsson 69 atkvæði, Einar J. Gíslason
78 atkvæði, Jóhann Örn Ingimundarson 64 atkvæði, Karl Hákon Karlsson 79 atkvæði,
Ólafur Hjálmarsson 69 atkvæði og Stefán Örn Stefánsson 74 atkvæði og telst því vera fyrsti varamaður.
Alls var dreift 87 atkvæðaseðlum. Sjá fskj 7.1

8. Árgjald, umræður og ákvarðanataka.
Rúnar bar upp tillögu stjórnar að óska eftir heimild að hækka árgjaldið upp í kr: 7.000.-
ef ný stjórn telur þess þurfa en stjórn telur þó ekki að til þess verði. Í umræðum komu
þessar viðbætur við tillögu Rúnar sem hann gerði að sínum:
Stjórn er heimilt að breyta árgjaldi félagsins í kr. 7.000,-. Stjórn tilkynni til félagsmanna
fyrir fyrsta nóvember á heimasíðu félagsins ef af verður. Verði það ekki tilkynnt fyrir
fyrsta nóvember þá fellur þessi heimild niður og félagsgjöld haldist óbreytt.
Tillaga úr sal:
Lagt til að halda félagsgjöldum óbreyttum. Samþykkt af meiri hluta atkvæða og ekki
fjallað meira um tillögu Rúnars.

9. Önnur mál
a) Bjarni þakkaði félagsmönnum fyrir þeirra framlag til starfsins og þakkaði fyrir góðan
fund.
b) Rúnar þakkaði stuðningin sem hann fékk í kosningum og hlakkar til samstarfsins. Hann
þakkaði fráfarandi stjórn fyrir þeirra framlag til starfsins.

10. Fundargerð lesin, leiðrétt og staðfest.
11. Fundi slitið
Fundi slitið kl. 22:01

______________________________    ____________________________
Árni Árnason, fundarstjóri                                    Ríkey Jóna Eiríksdóttir,fundarritari