Kæru félagar, ein skemmtilegasta bíla og tækjaveisla sumarsins er á morgun laugardag við Tungubakkaflugvöll Mosfellsbæ. Hátíðina Wings & Wheels þekkja flestir og veðurspá lofar góðu fyrir morgundaginn.
Þeir sem vilja vera með í hópaksti traktora og bíla um Mosfellsbæ kl 12:00 mæti kl 11:30 og þeir sem vilja sleppa rúntinum mæta 12:30 á svæðið. Veislan stendur svo til kl 17:00.
Allir velkomnir !