Fornbílaklúbbur Íslands tekur þátt hinni árlegu sýningu Wings and Wheels.

Sýningin verður haldinn að venju á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ og er hátíðin er í samstarfi við bæjarhátíðina ,,Í túninu heima“ sem fram fer í Mosfellsbæ á sama tíma. Skipuleggjendur Wings and Wheels eru Flugklúbbur Mosfellsbæjar, Fergusonfélagið og Fornbílaklúbbur Íslands. 

Dagskráin hefst um kl 12:00 og stendur fram til klukkan 17:00. Öll velkomin og frítt inn á svæðið.

Endilega mætum með góða skapið með okkur og fjölmennum á þessa hátið sem oftar en ekki verið stórglæsileg og skemmtileg. 

Stjórnin