VW Golf var skref til framtíðar fjá Bjöllunni sem hafði átt góða áratugi fyrir VW.  Nú var komið að því að smíða nýjan ódýran bíl fyrir fólkið sem hafði nútímaþægindi eins og miðstöð sem staðabúnað.  VW Golf sló í gegn strax og hefur hann verið framleiddur óslitið síðan 1974 og er nú á áttundu kynslóð, sem er vissulega komin langt frá upprunanum.

 

Þessi bíll er af fyrstu kynslóð, sem var framleidd í ótal útgáfum bæði bensín og dieseldrifin, í ótrúlegu magni eða tæpum 7 milljónum eintaka  samtals frá 1974 til 1983 ! 

Engin arftaki hans hefur selst nærri jafn vel, og samt hafa samtals 35 milljónir eintaka VW Golf rúllað af færibandinu.

Hér mál lesa meira um sögu þessa bíla.