Langflestir sem gera upp gamla bíla leggja talsvert á sig að finna rétt sætaáklæði, hjólkoppa eða gúmmílista og og eyða miklum tíma í að gera allt sem næst upprunalegu gerðinni. Aðeins er svo ekið á góðviðrisdögum, alls ekki á malarveg, og svo fær bíllinn munúðarfullt svampbað oftar í mánuði allt sumarið heldur en margir fá sjálfir um ævina.
En ekki þessi Volvo PV544, hann er gerður upp til að líkjast rallíbíl sem átti glæstan feril um 1971, málaður í BP litunum og svo er bara tekið á honum fulla ferð ! Takið eftir kraminu hjólabúnaði ofl sem virðist allt meira og minna vera upprunalegur búnaður fyrir utan Bilstein dempara. Gott vitni um hverslags smíði þessir bílar voru.