Um 30 félagar og gestir þeirra gerðu sér ferð í Stórgerði í gær. Var farið af stað kl 9 frá Esjumel og ekið norður í Skagafjörð sem tók á móti okkur með sól og blíðviðri. Datt vindur niður í logn passlega þegar félagar höfðu fengið sér hádegissúpu í boði safnsins og var hægt að skoða allt bæði innan og utan dyra meðan Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Kaffi ásamt miklum kræsingum var svo borið fram og var skellt í léttan happdrættisleik fyrir félaga þökk stuðnings frá N1 sem gaf eldsneyti, Sindra sem gaf Toptul verkfæri, Hydroscan sem gaf Scrubs hreinsiklúta og Poulsen sem gaf Worx handþvottaduft með skammtara.
Dagurinn var skemmtilegur í alla staði og við þökkum frábærar móttökur í Stóragerði og þökkum stuðningsaðilum fyrir sitt framlag til að gera góðan dag enn betri.