Frábær mæting var í ferð okkar til Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Við byrjuðum á að fá okkur að borða á Tjarnagrill sem framreiddi ljúffenga súpu og hamborgara, því næst var ekið á stað sem var aukaglaðningur fyrir þá sem mættu og svo endað í skúrnum hjá Magga og Jóhönnu þar sem skoðað var hvernig gengi með Packardinn góða. Veðrið lék við okkur og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund.