Það var vel mætt á Árbæjarsafn í gær Þjóðhátíðardaginn.  Veðurblíðan var ekki að spilla fyrir og var stemningin góð.  Fornbílaklúbburinn bauð uppá glæsilega þjóðhátíðar rjómatertu frá Bernhöftsbakarí ásamt öðru kruðeríi sem Árbæjarsafn lagði til fyrir félaga okkar og gesti þeirra.  Myndirnar tala sínu máli 🙂

Við þökkum kærlega Elvu Hrönn Guðbjartsdóttur fyrir að lofa okkur að nota myndir sem hún tók á þessum góða degi.