45 ára afmæli Fornbílaklúbbs Íslands ásamt opnun nýs félagsheimilis var fagnað í gærkvöldi í miklu fjölmenni.  Er óhætt að segja að nýja félagsheimilið hafi sýnt og sannað að Ögurhvarf 2 hentar fullkomlega fyrir starfssemi okkar.  Húsnæðið tók vel á móti þessum stóra hóp sem gladdist með okkur og var samdóma álit gesta að vel hefði tekis til með framkvæmdir og útfærslu félagsheimilis okkar.  Það er engin spurning að þetta glæislega félagsheimili mun verða mikil lyftistöng fyrir félagsstarfið.  Félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar, Bifreiðaklúbbs Suðurlands og Cadillac klúbbsins komu hlaðnir blómvöndum og gjöfum og Örn Sigurðsson gaf klúbbnum nýjustu bók sína áritaða.

Ljóst er að gestir skiptu hundruðum, við höfum ekki nákvæma tölu en 40 lítrar af kaffi fóru ásamt  300 kökusneiðum.

Stjórn klúbbsins þakkar þessar frábæru móttökur.  Við erum stolt af þessu glæsilega félagsheimili okkar.