Okkur hefur borist póstur frá sýslumanni Vestfjarða:

 

Ágætu viðtakendur !

Þess er beiðst að eftirfarandi verði komið á framfæri í ykkar félögum við fyrsta tækifæri:   

Vanrækslugjald verður lagt á eigendur eða skráða umráðamenn vegna ferðavagna, fornbíla og mótorhjóla föstudaginn 1. október nk.  Fjárhæð gjaldsins er nú 20.000 kr.

Ef ekki tekst að færa ökutæki til skoðunar innan tilskilins frests eru eftirtalin úrræði í boði til að afstýra álagningu :

 • Leggja má inn skráningarmerki ökutækis í skoðunastöð.
 • Óska má eftir að ökutæki verði skráð tímabundið úr umferð með miða, sem kallað er, á vef Samgöngustofu.  Ökutækið er þá skráð úr umferð og notkun þess þar með óheimil. Eiganda er í framhaldinu sendur miði til að líma á skráningarmerki ökutækisins, með áletruninni “Notkun bönnuð.”

  Eyðublað með beiðni um tímabundna skráningu ökutækis úr umferð má nálgast á vef Samgöngustofu hér
  https://www.samgongustofa.is/media/eydublod/umferd/FOR-2531-Beidni-um-ad-okutaeki-verdi-skrad-timabundid-ur-umferd-sept-2020.pdf

  Einnig má skrá ökutæki tímabundið úr umferð í næstu skoðunarstofu.

  Tekið skal fram að allan tímann sem ökutæki er skráð tímabundið úr umferð með miða ber að geiða af því lögmæltar tryggingar.

  Skrá má ökutækið í umferð á ný þegar hentar og er þá veittur vikufrestur til að færa það til skoðunar.

  Minnnt skal á að næsta ár verður skoðunarmánuður maí og álagningardagur vanrækslugjalds 1. ágúst ár hvert

 

Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum