Kæru félagar Fornbílaklúbbs Íslands.
 
Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur ákveðið að fella niður alla fyrirhugaða dagskrá út ágústmánuð.  Við teljum ómögulegt að tryggja öryggi félaga við núverandi aðstæður hvort sem er í lengri sem styttri ferðum eða á hittingum í félagsheimilinu.  Okkur í stjórn þykir mjög miður að svona sé.  En eins og er þá er þetta það eina rétta í stöðunni þar sem augnabliks kæruleysi getur orðið fólki að fjörtjóni.  
 
Ef 2 metra reglan verður felld niður í september þá munum við reyna að halda aðalfund í sept-okt en það er ljóst að covid19 mun fylgja okkur út þetta ár hið minnsta og raska öllu okkar starfi eins og allra annara félagasamtaka.  Við verðum að vera þolinmóð, sýna þessu skilning og reyna að þrauka þetta saman.  Það mun birta á ný þótt síðar verði.
 
Verðir breytingar á stöðunni þá munum við tilkynna það jafn óðum.
 
Stjórn FBÍ.