Metal ehf ætlar að bjóða félögum Fornbílaklúbbs Íslands boddístál og slípiskífur á góðum kjörum næstu vikuna.
Fyrst ber að nefna alvöru boddístál, efni sem hefur góða eiginleika til boddíviðgerða og er 0.9mm þykkt. Að auki verður sérstakt kynningarverð á Rhodius slípiskífum sem eru þannig gerðar að maður sér í gegnum þær þegar unnið er með þeim sem er mikill kostur td við að slípa niður suður. Smellið hér til að sjá myndband af þeim í notkun.
Metal ehf er einnig með ál og ryðfrítt efni, ryðfrí rör sem henta vel í td pústsmíði og margt fleira.
Þessar vörur eru allar boðnar með 20% afslætti til félaga.
Tilboðið gildir 19-26. febrúar gegn framvísun félagsskírteinis.