Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands hefur tekið ákvörðun um að kanna áhugann fyrir þorrablóti í lok febrúar. 

Já hugmyndin er að halda blótið í félagsheimilinu laugardaginn 24. febrúar n.k. í samstarfi við Kokkana veisluþjónustu. Boðið verður upp á mjög góðan þorramat og einnig rétti sem hennta öðrum sem ekki eru eins hrifnir af þorramatnum sjálfum. 

Verð fyrir hvern félaga er 5.900,- kr og getur hver félagi tekið með sér einn gest á sama verði, hvort sem um ræðir maka eða aðila úr vinahópi eða fjölskyldu. Fólk sem ekki eru í klúbbnum en langar að koma á blótið getur það, en þá er verðið 7.900,- kr

Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa hraðar hendur og senda okkur tölvupóst hið snarasta merktan ,,Þorrablót“ á formadur@fornbill.is eða hringa í síma félagsins sem er 895-8195 fyrir miðnætti þriðjudaginn 13 febrúar.  

(ATH Blótinu hefur verið aflýst vegna dræmrar þáttöku, en við bjóðum til Góugleði í staðinn þann 23.mars)

Stjórnin