Kæru félagar.

Eins og allir vita þá verða afar takmörkuð hátíðarhöld í öllum bæjarfélögum þetta árið.

Við höfum ákveðið í samstarfi við Árbæjarsafn að njóta dagsins saman á Árbæjarsafni og vera þar allan daginn frá 12-16.  Við verðum með aðstöðu í svarta húsinu „okkar“ og þar verða léttar veitingar í boði.

Dagskrá hefst á safninu kl 13 og eru þeir sem ætla að koma vinsamlega beðnir að vera komnir á svæðið með bíla sína ekki seinna en 12:30 svo óþarfa umferð trufli ekki.