Þjóðhátíðarakstur og sýning Fornbílaklúbbsins á Árbæjarsafni mánudaginn 17. júní.
Við ætlum að hittast á um klukkan 11:00-11:30 við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, en þaðan verður ekið í hópakstri um 11:30.
Við munum semsagt aka í hóp fyrirfram ákvarðaða leið að Árbæjarsafninu og verður bílum stillt þar upp til sýningar.
Áætlað er að við munum aka inn á sýningarsvæðið á bilinu 12:30-12:45.
Óskað er eftir að viðvera ökutækja á sýningarstaðnum sé til klukkan 16:00 eða sem næst því og kostur er.
Sýningin verður auglýst sérstaklega á Facebook og við vonumst því til að sjá sem allra flesta.
Endilega bjóðum sem flestum á þennan viðburð. www.facebook.com/events/Fornbílasýning í Árbæ
Stjórnin.