Sveitabúðin Una verður með grænmetismarkað alla helgina. Lífrænt ræktað grænmeti sem kemur beint frá Sólheimum á föstudeginum. Full verslun af hágæða íslenskri og danskri matvöru, handverk úr héraði og gjafavara. Rebekka eigandi verslunarinnar býður félaga og ekki síst eiginkonurnar velkomnar að kíkja í glæsilega verslun um helgina.