Sigurður Harðarson sendi okkur fleirir myndir og eru þessar skemmtilegar. Sérstaklega er gaman að sjá Toyota Celica sem þarna hefur verið nokkuð nýlegur sportbíll taka vel á því eins og jeppi í Krossá. Broncoinn er greinilega algengur bíll og það er engu líkara en þarna fari fram keppni þar sem Bronco fer vaðið meðan Citroen ætlar sér stóra hluti í beygjunni framundan meðan sá sem fremstur fer virðist vera að taka á loft.
Við þökkum Sigurði fyrir að senda okkur þessar myndir.