Kæru félagar.  Okkur bárust spurningar og athugasemdir frá félögum vegna félagsfundarins.

Hér eru þær allar og svör við þeim.

**********************************************************************************************

Góðan dag. Í morgun barst mér fundarboð klúbbsins sem vera á í Digraneskirkju n.k. miðvikudagskvöld þar sem taka á fyrir mikilvægt mál, en fyrir mig og væntanlega aðra meðlimi sem búa út á landi (ég á Vestfjörðum) þá er þessi timasetning ekki heppileg t.d. þyrfti ég að leggja að stað snemma á miðvikudagsmorgni suður og færi varla afur til baka fyrr en á fimtudeginnum þannig myndi ég tapa 2 heilum vinnudögum, þess vegna tel ég að þessi tímasetning passi landsbyggðinni illa og legg til að tekin verði upp póstkosning um þessa sölu.

Með kveðju Ástþór Ágústsson nr.3510

Svar stjórnar:  Sæll Ástþór og takk fyrir þessa ábendingu.

Við vitum af þessu en okkar kostir eru ekki margir, lög klúbbsins tala ekkert um póstkosningar, við skoðuðum að hafa þetta rafrænt sem væri klárlega framtíðarskref en ákváðum að gera slíkt ekki fyrr en eftir að slíkt ætti sér stoð í lögum klúbbsins. 
 
***********************************************************************************************
 
Góðan daginn.

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að stjórn klúbbsins ákveði allt í einu nú í aðdraganda kosningana að hætta að leigja út sal klúbbsins, þegar að annmarkar sem vísað er í hafa verið til staðar í mörg ár?
 
Fram kemur í ávarpinu að klúbburinn sé með lán að upphæð ca 19 milljónir vegna Hlíðasmára sem greitt verður upp við sölu og annað hagstæðara lán tekið fyrir nýju húsnæði, hversu hátt lán er stefnt að því að taka?
Langar einnig að vita, þegar að þið mætið og hittist á stjórnarfundi, hverjir eru það sem sitja þessa fundi? (væri fínt að fá nöfnin) 
Er einhversstaðar hægt að komast í fundargerðirnar sem ritaðar eru á þessum fundum?
í ávarpinu segir „Fornbílaklúbbur Íslands þarfnast þess nú að félagar mæti og skili sínu atkvæði, það er því mikilvægt að þú mætir til að kjósa um þetta mál því það þarf samþykki 2/3 atkvæða tila ð staðfesta þennan vilja stjórnar um sölu á fasteigninni, er því mikilvægt að þeir sem styðja þessa ákvörðun mæti og skili atkvæði“
og á öðrum stað í ávarpinu segir einnig „Mikilvægt er að þeir fjölmörgu sem vilja sjá klúbbinn komast í hentugra húsnæði komi og skili sínu atkvæði“
Hvað með þá sem eru á móti því að selja Hlíðarsmára, er ekki jafn mikilvægt að þeir mæti?
Ég er alls ekki að segja að ég sé á móti þeim gjörningi að selja eignina að Hlíðarsmára, hins vegar set ég nokkur spurningamerki við þennan gjörning hálfrar stjórnar (eins og Jón S. Loftsson benti á, þá er stjórnin í raun bara hálf)
Eftir að ég hlustaði á þess ávarp fannst mér svolítið eins og þeir sem myndu ekki kjósa með þessu væru bara ekki velkomnir.
Það kemur einnig fram í ávarpinu að hafi maður spurningar þa´eigi að senda þau í tölvupóst á formann@formann.is, spurningar og svör verað birt á heimasíðunni, verða þau birt fyrir eða eftir kosningu? Verður póstum svarað fyrir kosningu?
Erum við sem samþykkjum söluna einnig að samþykkja kaup á þessari eign í lindunum?
Samkvæmt því sem fram kemur í ávarpinu þá eru bílastæðin við þá eign ágæt og næg stæði allt um kring, þýðir það að við erum að fara að leggja bílunum í stæði hjá öðrum fyrirtækjum og ef svo er, hefur verið skoðað hvort það sé eitthvað sem þau fyrirtæki myndu samþykkja?
 
Kveðja
Margrét Helga Aðalsteinsdóttir 
 
Svar Stjórnar: Sæl Margrét og takk fyrir þessar fyrirspurnir.
  1. Ástæða þess að stjórnin hættir að leigja út salinn nú um mánaðarmótin er að skrifað hefur verið undir kauptilboð um sölu á eigninni með fyrirvara um samþykki félagsfundar. Skv. tilboðinu fer afhending fram við kaupsamning og því þótti stjórninni ekki rétt að bjóða húsnæðið til leigu áfram fari svo að félagsfundur samþykki sölu eignarinnar. Við værum þá að bjóða til leigu húsnæði sem væri ekki okkar eign.
  2. Fjárhæð þess láns sem tekið verður við kaup á nýju húsnæði ræðst alveg af því hvert kaupverð hins nýja húsnæðis verður. Einnig mun staða handbærs fjár klúbbsins hafa áhrif á fjárhæð lántökunnar.
  3. Á stjórnarfund mæta aðeins stjórnarmenn og í flestum tilfellum er mæting 100%, þ.e. að allir aðalmenn og varamenn mæta. Nöfn stjórnarmanna eru á heimasíðu klúbbsins. Núverandi stjórn tók upp þá nýbreytni að birta fundargerðir stjórnar á heimasíðu klúbbsins og er þær aðgengilegar þar undir „Um FBÍ“
  4. Það er mikilvægt að allir mæti á fundi um málefni FBÍ hvort sem þeir eru með eða á móti því málefni sem er til umfjöllunar hverju sinni. Málefnaleg umræða er nauðsynleg í öllum félögum. Ástæða þess að við hvetjum félaga okkar til að koma og greiða atkvæði með því að selja eignina er fyrst og fremst sú að til þess að þessi tillaga um sölu fasteignarinnar þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta brautargengi. Stjórnin leggur þessa tillögu um sölu eignarinnar fram einhuga og ákvörðun um að hefja söluferlið var tekið fyrir u.þ.b. 18 mánuðum og fyrir rúmu ári samþykkti stjórnin að gera tilboð í eign með fyrirvara um sölu Hlíðsamára og samþykki félagsfundar. Það er því ekki svo að stjórnin sé að byrja þetta ferli á þessu ári. Stjórnin er ekki hálf, því að meðan ekki hefur tekist að halda aðalfund þá situr stjórnin áfram og það er á ábyrgð allra stjórnarmanna að stjórna félaginu og bera hag þess fyrir brjósti.
  5. Á þessum félagsfundi er eingöngu verið að kjósa um hvor selja eigi Hlíðasmára 9. Stjórnin hefur ekki gert neina samninga um kaup á annarri eign og því ekki tímabært að ræða kosti og/eða galla einhverrar eignar sem ekki er í hendi. Þegar þar að kemur verðuð boðað til fundar á sama hátt og nú er verið að gera. Þá er hægt að ræða kosti og galla þeirrar eignar.

***********************************************************************************************

Sæll

Þar sem er búið að boða til kosningu, án fundar svo hægt sé að hafa umræðu um málefnið, þá er hæpið að

hálf stjórn geti staðið á bak við svona stórt mál.

Það er mánuður í að það þurfi að kjósa um þá sem sitja núna og eins þá sem duttu út í fyrra, varamenn eru einnig úti.

Það er alveg skýrt í lögum klúbbsins að aðalfund skal halda árlega og stjórnarmenn eru kosnir til 2ja ár.

Ekkert í lögum leyfir frávik frá þessu en ítrekað að ef stjórnarmaður hættir þá skuli kjósa um nýjan á næsta

aðalfundi til eins ár sem undirstrikar að stjórnarmenn (og formaður) er bara kosin til 2ja ár.

Þeir sem voru búnir að bjóða sig fram til kjörs árið 2020 fengu ekki tækifæri til þess og lítið ef eitthvað 

hefur verið auglýst eftir framboðum fyrir aðalfund 2021.

  1. gr. Hlutverk aðalfundar:
      2. Aðalfund skal halda í maímánuðiár hvert.
  1. gr. Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:
  2. Kjör formanns og ennfremur þriggja manna í aðalstjórn og tveggja manna í varastjórn (sbr. 4. tl. 12. greinar).
  1. gr. 
  2. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum og tveimur til vara. Formaður skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára.Aðrir stjórnarmenn skulu kjörnir í einu lagi til tveggja ára, þrír í senn og varamenn skulu kjörnir sérstaklega til eins árs í senn. Sé formaður kjörinn úr röðum stjórnarmanna er ekki hafa lokið kjörtímabili sínu skal kjósa sérstaklega einn stjórnarmann í hans stað til eins árs. Gangi stjórnarmaður úr stjórn fyrir næsta aðalfund eftir að hann er kjörinn skal kjósa sérstaklega einn mann til eins árs í hans stað. Kjörnir skulu tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara. – Stjórn félagsins velur sér ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna. Stjórnin tekur ákvarðanir um starfsemi félagsins og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum félagsins og annast skuldbindingar og samninga þess gagnvart öðrum aðilum. Undirskrift meirihluta stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.

 

Ítrekað er komið inn á 2ja ára setu í stjórn og undirstrikast ef stjórnarmaður hættir, 

þá skal kjósa um mann til eins árs.

 

Hefði verið auðvelt að halda aðalfund síðasta sumar eftir að losað var um höft á samkomum

eða hafa fund rafrænan og rafræna kosningu (veit að allt að 700 manna fundir voru haldnir í fyrra). Stjórnmálaflokkar hafa haldið sína landsfundi og prófkjör, VR með formannskjör og svo má lengi telja.

Það verður að teljast leiðinlegt fyrir þessa hálfu stjórn ef þetta endar í kærum vegna þess að ekki sé farið eftir lögum klúbbsins eða vanrækt að halda aðalfund.

Jón S. Loftsson

Svar stjórnar:  Sæll Jón S. Loftsson og takk fyrir þessar fyrirspurnir.

þakka þér fyrir að benda okkur á að aðalfundur hafi ekki verið haldinn í fyrra í maí eins og lög gera ráð fyrir. Við vissum af því líka, en eins og þér hlýtur að vera kunnugt um að þá komu sóttvarnarlög í veg fyrir að hægt væri að halda aðalfund á réttum tíma. Stjórnin frestaði ítrekað að boða til aðalfundar 2020 vegna samkomutakmarkana og óvissu um næstu skref í þeim efnum. Á haustmánuðum, þegar fjórða bylgja faraldursins var hafin ákvað stjórnin að það hefði ekki lengur tilgang að halda aðalfund þar sem helsta verkefnið væri að kjósa þrjá stjórnarmenn til skamms tíma. Við birtum ársreikning 2019 á heimasíðu klúbbsins, undirritaðan af stjórn og skoðunarmönnum.

Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að mati stjórnar að halda aðalfund 2020 á einhverjum tíma ársins er formaður og helmingur stjórnarmanna löglega kosinn til aðalfundar 2021 og þeir stjórnarmenn sem kjósa átti um á aðalfundi 2020, halda umboði sínu þar til kosning fer fram, nema þeir gangi úr stjórn að eigin frumkvæði. Það er ekkert í lögum klúbbsins um að umboð kjörinna stjórnarmanna falli sjálfkrafa niður án ákvörðunar aðalfundar hverju sinni.

En ef við snúum okkur að félagsfundinum sem haldinn verður á miðvikudaginn kemur þá er orðið ljóst að á þeim fundi mega 100 manns koma saman og því hægt að hafa umræðu um málefnið. Það er u.þ.b. eitt og hálft ár frá því að ákveðið var af stjórninni að setja Hlíðasmára í söluferli með þeim fyrirvörum sem um ræðir í lögum klúbbsins. Sú ákvörðun var tekin löngu áður en halda átti aðalfund 2020 og því enginn vafi á um hæfi stjórnarmanna til að taka þá ákvörðun. Í dag leikur enginn vafi á því að formaður og þrír stjórnarmenn (þ.e. meirihluti stjórnar) er löglega kosnir til aðalfundar 2021. Hinir þrír stjórnarmenn sitja stjórnarfundi og taka fullan þátt í stjórnarstörfum og það er mat stjórnar og ráðgjafa sem við höfum borið hæfi þeirra undir, að hæfi þeirra sé óbreytt þar til kosning sæti þeirra í stjórn hefur farið fram.

Hvað varðar rafrænar kosningar þá er ekkert í lögum klúbbsins sem fjallar um þann möguleika, aðeins er fjallað um fundi og fundarmenn. Við höfum velt þeim möguleika fyrir okkur en ekki treyst okkur til að fara þá leið án stuðnings við þá framkvæmd í lögum klúbbsins.

Ég veit ekki hvað þú átt við með því að þetta lendi í kærum. Það er sjálfsagt og öllum félagsmönnum heimilt að hafa skoðanir á störfum stjórnar og ef þeir telja að lög séu brotin þannig að klúbburinn bíði tjón af, þá er sú leið fyrir hendi að kæra þá stjórnarmenn sem fyrir meintu lögbroti standa til þar tilbærra yfirvalda.

Til félagsfundarins hefur verið löglega boðað og meirihluti stjórnar hefur klárlega umboð til að leggja fram það mál sem þar verður til umfjöllunar. Það er því í höndum félagsmanna að leiða það mál til lykta.