Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands hefur tekið ákvörðun um að halda góugleði 23. mars. 

Við höfum ákveðið að efna til skemmtikölds sem við höfum tekið ákvörðun um að kalla ,,góugleði“. Við munum halda þetta í félagsheimilinu okkar að Ögurhvarfi 2 laugardaginn 23. mars n.k. 

Búið er að panta á staðinn meistarakokka sem koma með heilgrilluð lambalæri og grísakjöt og eitthvað svakalega gómsætt með og slá upp tvírétta hlaðborði. 

Verð fyrir hvern félaga er 5.900,- kr og getur hver félagi tekið með sér einn gest á sama verði, hvort sem um ræðir maka eða aðila úr vinahópi eða fjölskyldu. Fólk sem ekki eru í klúbbnum en langar að koma á gleðina getur það, en þá er verðið 7.900,- kr á gest.

Nú þegar er töluverður fjöldi búinn að skrá sig fyrir miða á þessa góugleði okkar svo það stefnir því í frábært skemmtikvöld.

Við munum 100% halda þetta því það er kominn skráning á þeim lágmarksfjölda sem þarf á þennan viðburð, en ennþá er pláss fyrir fleiri gesti.  

Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda okkur tölvupóst hið snarasta merktan ,,Góugleði“ á formadur@fornbill.is eða hringa í síma félagsins sem er 895-8195 fyrir hádegi föstudaginn 15. mars.