Kæru félagar.
Eins og áður hafði verið kynnt hér þá hefst á morgun tímabil þar sem við getum farið með fornbíla okkar til skoðunar hjá Frumherja um allt land. Verður þetta í boði næstu 2 vikurnar á öllum skoðunarstöðvum Frumherja. Er þetta gert svona þetta árið vegna Covid19. Við erum rúmlega 1.200 félagar í þessum félagsskap og óskaði Frumherji eftir því við okkur að þetta yrði leyst með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna fjölda okkar.
Gjaldið er 3.800 kr og verður að framvísa gildu félagsskírteini Fornbílaklúbbs Íslands.