Frá kjörnefnd FBÍ:

Í lögum félagsins segir: „Stjórn félagsins skipar að lágmarki þrjá menn í kjörnefnd í janúarmánuði hvers árs. Nefndin setur upp framboðslista til stjórnarkjörs á aðalfundi klúbbsins, með nöfnum a.m.k jafnmargra og úr stjórn eiga að ganga og skal höfð hliðsjón af tillögum sem berast kunna frá félagsmönnum.“

Þegar framboðsfresti lauk gat kjörnefnd ekki tryggt stjórn jafnmarga til kjörs og þörf var á. Það hefur nú verið leyst.

Fundarmönnum gefst því tækifæri á því að kjósa til stjórnar, aðalmenn og varamenn til að fullskipa þau sæti.

Að þessu sinni eru jafnmargir í boði og þörf er á.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:

Stjórnarkjör til 2 ára

Jón Hermann Sigurjónsson

Kristín Sunna Sigurðardóttir

Rúnar Sigurjónsson

 

Varamaður í stjórn til eins árs

Atli Vilhjálmsson

Margrét Pála Ólafsdóttir

 

Fyrir hönd kjörstjórnar Gunnar Sigurjónsson