Miðvikudagskvöldið 13. mars verðum við með Safnarakvöld

Hið árlega safnarakvöld þar sem félagar geta komið með sitt “dót”,módelbíla, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Það verður nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt til að sýna okkur hinum. Margt athygglisverðra safna, bæði lítil og stór, hefur litið dagsins ljós á þessum safnarakvöldum og því um að gera að missa ekki af þessu og endilega koma með muni á sýninguna. 

Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.00 .

Með kaffinu verða brakandi heitar vöfflur.

Allt bílaáhugafólk velkomið !