Í kvöld miðvikudagskvöldið 10. júní ætlum við að hittast við Fjarðarkaup kl 18:30, BROTTFÖR kl 19:00.

Stoppum í súpu og brauð á veitingastaðnum Tjarnagrill í Reykjanesbæ, reiknum með að vera þar um 19:30.

Förum þaðan til Magga og Jóhönnu að skoða verkefni Magga Hotrod sem er gamall Packard sem flestir ef ekki allir voru búnir að afskrifa en hann hefur á undraverðum tíma lagfært verulega. Þar fáum við okkur létta hressingu og njótum kvöldsins saman.