Við ætlum að hittast við bílageymslurnar okkar miðvikudagskvöldið 16. júní kl 19 og taka rúnt kl 20 frá Esjumelnum.   Förum léttan hring um Mosfellsbæ.

Opið verður í bílageymslunum milli 19-21 fyrir þá sem vilja sækja bíla sína fyrir 17. júní.

 

Þjóðhátíðardaginn 17. júní hittumst við svo að venju á Árbæjarsafni, en þar verður hefðbundinn hátíðardagur fyrir félaga.  Opið 13-17 og léttar kaffiveitingar fyrir félaga.