Þegar Range Rover kom fram á sjónarsviðið breyttist margt í heiminum.  Skyndilega fékkst jeppi sem hafði marga kosti lúxusbíls.

Þessi Rover var talsvert langt frá bróður sínum Land Rover, en sá var víða kallaður breski kjöthamarinn vegna þess hvernig fór um farþega í þeim.  Þarna kvað við annan tón, lúxusbíll sem hefur þótt stöðutákn alla tíð og var þetta boddí framleitt nánast í sama útliti frá 1970-1996.  Mörgum þykir þetta vera hinn eini sanni Range Rover sem enn var jeppi samhliða lúxusbílnum.  

Þetta myndband er með þeim vandaðri sem maður rekst á, nánast eins og að boltar og skrúfur lifni við.