Nú er komið að rabbkvöldi.
Miðvikudaginn 8. maí verður opið í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi. Húsið opnar kl. 20:00.
Þetta er síðasta rabbkvöld vetrarinns, enda formlega komið sumar samkvæmt tímatalinu og sumardagskrá okkar mun því taka við af dagskrá liðinns vetrar í næstu viku.
Sé veðrið fallegt hvetjum við vissulega þá gesti sem geta til að mæta á fornbílum sínum.
Það verður heitt á könnunni og kaffiveitingar í boði.
Endilega fjölmennum og eigum gott spjall í félagsheimilinu okkar.
Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stjórnin